Góðar gjafahugmyndir!


Panta má bækurnar með því að senda okkur tölvupóst á: panta@opna.is eða hringja í síma: 578 9080, eins eru allir velkomnir til okkar í Skipholt 50 B.

(athugið að lágmarks sendingargjald bætist við þegar pantað er)


Íslenzkir þjóðhættir
Jónas Jónasson frá Hrafnagili


Þessi merka bók séra Jónasar frá Hrafnagili er meðal hornsteinanna í íslenskri bókmenningu og kemur nú út í 4. útgáfu eftir að hafa verið ófáanleg um langt skeið. Íslenzkir þjóðhættir mörkuðu þáttaskil í þjóðfræðum hér á landi og bókin hefur staðist tímans tönn með einskærum glæsibrag, enda er hún afar skemmtileg aflestrar og stútfull af tímalausum fróðleik um líf forfeðra okkar. Fjölmargar og margrómaðar skýringarmyndir Tryggva Magnússonar prýða bókina. Halldóra J. Rafnar, sonarsonardóttir Jónasar, ritar aðfaraorð.

Innb., 504 bls.
ISBN 978 9935 10 032 0
Leiðb. útsöluverð 5490 kr
TILBOÐSVERÐ til jóla: 3990 kr.Myndlist í þrjátíu þúsund ár
-Listsköpun mannsins í tíma og rúmi

Leiðbeinandi verð: 14.990

Tilboðsverð: 7.490


Myndlist
 í þrjátíu þúsund ár sýnir samhengið í þeirri listsköpun sem hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og lýsir ótrúlegri fjölbreytni sem þar er að finna. Með glöggum og fræðandi texta er lýst mikilvægi hvers verks, hvernig það tengist menningarumhverfi sínu og listasögunni. Hér er sagt frá myndverkum allt frá fyrstu hellamyndum til hugmyndalistar nútímans, fjölmörgum þekktum meistaraverkum sem lesendur fá tækifæri til að kynnast enn betur, öðrum síður þekktum og ýmsum sem koma verulega á óvart.
Þegar flett er eitt þúsund blaðsíðum sem sýna listaverk 30.000 ára frá öllum heimshornum sést hvað margt sameinar mannfólkið á ólíkri stund og stað. Verkin í þessari miklu bók endursegja sögur af lífi og dauða, ást, gleði og galskap en þau tjá líka ótta við hið óþekkta og síðast en ekki síst trú á æðri máttarvöld.

ANIELLE KVARAN (ritstj.)


Ferð um himingeiminn
-Jan Teuber

Leiðbeinandi verð: 6.990 kr.

Tilboðsverð: 2.490 kr.
Ferð um himingeiminn er heillandi ferðalag sem svarar fjölmörgum spurningum og vekur jafnframt nýjar. Jan Teuber, danski stjörnufræðingurinn hefur safnað saman nýjustu ljósmyndum úr himingeimnum sem teknar eru með bestu tækni sem völ er á. Þannig birtast smáatriði sem áður voru óþekkt en jafnframt fær lesandi gleggri heildarsýn yfir óravíddir alheimsins.

BKATGFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVK / SMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hnnun Hsir.is