BÓKAÚTGÁFAN OPNA
SKIPHOLTI 50 B
105 REYKJAVÍK



Sími 578 9080 / kt 501207-1010 / vsk 97902 / opna@opna.is

Pantanir óskast sendar til Opnu á netfangið panta@opna.is eða í síma 578 9080

Opið frá 09:00 - 17:00


Bókaútgáfan Opna hóf starfsemi sína í janúar 2008. Meginstarfsemi Opnu felst í útgáfu fræðibóka og bóka almenns efnis: Stórvirki af ýmsu tagi, fræðirit úr hug-, félags- og raunvísindum, listaverkabækur, vandaðar ævisögur og bækur fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Þá tekur fyrirtækið að sér útgáfuþjónustu og -ráðgjöf og vinnslu verka fyrir erlendan markað.


Stofnendur Opnu og aðaleigendur eru tveir, Guðrún Magnúsdóttir og Sigurður Svavarsson. Þau eru með áratuga reynslu af bókaútgáfu hvort um sig og hafa á þessum árum tengst öllum þáttum bókaútgáfu, frá hugmynd til bókar í höndum lesenda.




Sigurður Svavarsson útgefandi - sigurdur@opna.is - sími 578 9081


Sigurður hóf störf hjá Máli og menningu árið 1985. Verkefni hans fyrstu árin var að koma kennslubókaútgáfu fyrirtækisins á legg og þegar Sigurður var ráðinn framkvæmdastjóri Máls og menningar árið 1995 var kennslubókaútgáfan orðin einn af hornsteinum fyrirtækisins. Þegar Mál og menning sameinaðist Vöku-Helgafelli í Eddu útgáfu hf árið 2000 gegndi Sigurður starfi framvkæmdastjóra sölu-og starfsmannasviðs en síðustu fimm árin hjá Eddu útgáfu var hann útgáfustjóri, síðasta árið aðalútgáfustjóri þess stóra fyrirtækis.




Guðrún Magnúsdóttir framkvæmdastjóri - gudrun@opna.is - sími 578 9080

Guðrún hóf störf hjá Máli og menningu í janúar 1988, fyrst við tölvuumbrot, hönnun og almenna ritstjórn, en síðar sem framleiðslustjóri fyrirtækisins. Þegar Mál og menning sameinaðist Vöku-Helgafelli í Eddu útgáfu hf. varð Guðrún forstöðumaður framleiðsludeildar, stýrði framleiðslunni og annaðist verkstjórn á ritstjórn.







Líba Ásgeirsdóttir og Björn Valdimarsson á Auglýsingastofunni Næst eiga heiðurinn af nafni fyrirtækisins og hönnuðu einnig lógó forlagsins.



BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is