Ken Opprann
höfundur bókarinnar Trú - Mannfólkið andspænis guði sínum

Ken Opprann (f. 1958) nam ljósmyndun við Academy of Arts í San Francisco, en starfaði síðan um árabil sem blaðaljósmyndari við Aftenposten í Ósló. Á síðustu árum hefur hann unnið sjálfstætt og lagt sérstaka áherslu á heimildaljósmyndun. Ken Opprann er mikill ferðalangur og hefur ferðast til tæplega 100 landa um allan heim og ljósmyndað það sem fyrir augu ber. Hann hefur nokkrum sinnum unnið til viðurkenninga fyrir ljósmyndir sínar og var m.a. sæmdur hinum virtu verðlaunum, Fuji European Press Photographer Award, árið 2002.

Í fimmtán ár ferðaðist Norðmaðurinn Ken Opprann um heiminn og ljósmyndaði fólk á fundi við guð sinn. Hann var viðstaddur ótal mikilvægar trúarhátíðir helstu trúarbragða heims, vitjaði sögufrægra helgistaða og leitaðist við að festa tjáningu trúarinnar á mynd, hvort sem hana bar fyrir augu á opinberum stöðum eða birtist honum í einrúmi. Þó að blæbrigðin séu mörg eiga allar þessar myndir sinn sameiginlega svip. Þar fer saman falslaus einlægni og þrotlaus leit að þeim mætti sem er æðri öllum skilningi. Hér gefur að líta áhrifamiklar ljósmyndir sem lýsa kristnum mönnum, múslímum, gyðingum, hindúum og búddistum. Með bók sinni leitast höfundurinn við að byggja brýr milli ólíkra trúarbragða, og auka virðingu okkar fyrir framandi trúarbrögðum og siðum handan allra landamæra.Pétur Þorleifsson

höfundur bókarinnar Fjöll á fróni.

Pétur Þorleifsson er ekki venjulegur maður. Þó ætti maður ef til vill að segja að hann sé venjulegur maður sem hefur fengist við svolítið óvenjuleg verkefni um ævina. Pétur er einn af orðlögðustu ferðagörpum sinnar tíðar en hann hefur gengið, ekið og skíðað víðar um Ísland en flestir aðrir. Hann á að baki samfelldan feril í ferðamennsku sem spannar rúmlega 50 ár og reyndar nær 60.“

Páll Ásgeir Ásgeirsson í ítarlegu viðtali við Pétur í bókinni Fjöll á fróni.

Pétur Sölvi Þorleifsson er fæddur 2 júlí 1933, hann ólst upp hjá fósturforeldrum sínum á Mýrum í Sléttuhlíð og síðar á Keldum í sömu sveit. Fjöll á fróni er þriðja bók hans, en hann er höfundur bókanna Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll. Í þessari bóki fáum við að kynnast höfundi aðeins nánar því Páll Ásgeir Ásgeirsson tekur viðtal við Pétur þar sem hann kemur víða við í orðsins fyllstu merkingu og segir frá ferðum sínum bæði sumar og vetur, gangandi, hjólandi eða á skíðum og hvernig hann kynntist landinu sínu.Þorvarður Árnason

höfundur bókarinnar Jökulsárlón - árið um kring


Þorvarður hefur búið á Höfn í Hornafirði frá árinu 2006.
Hann er doktor í umhverfisfræðum og einnig líffræðingur og kvikmyndagerðarmaður að mennt. Þorvarður erforstöðumaður Fræðasetursins á Hornafirði og jafnframt sérfræðingur í umhverfismálum við Háskóla Íslands.

Helstu rannsóknir hans hafa lotið að náttúrusýn og umhverfisvitund Íslendinga, flokkun og mati á náttúrlegu landslagi, stjórnun friðlýstra svæða og uppbyggingu þekkingarsamfélaga og sjálfbærri þróun í fámennum byggðum. Þorvarður hefur fengist við ljósmyndun og kvikmyndagerð um þriggja áratuga skeið, þegar tækifæri hefur gefist frá öðrum störfum. Hann hefur haldið þrjár einkasýningar á ljósmyndum og einnig gert nokkrar stuttmyndir.

Jökulsárlón – Árið um kring er fyrsta ljósmyndabók Þorvarðar. Fleiri myndir eftir hann má sjá á www.thorri.is

Helgi Björnsson
höfundur bókarinnar Jöklar á Íslandi


Helgi Björnsson (f. 1942) nam jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla og var þar prófessor um tíu ára skeið. Við þann skóla varði hann doktorsritgerð sína: Hydrology of Ice Caps in Volcanic Regions. Hér heima hefur hann lengst af starfað við Raunvísindastofnun
Háskólans og gegnir þar stöðu rannsóknarprófessors. Helgi hefur verið í forystu um jöklarannsóknir á Íslandi í hartnær fjóra áratugi og hefur kynnt rannsóknir sínar með ótal fræðigreinum og fyrirlestrum. Hann var um árabil ritstjóri tímaritsins Jökuls og formaður Jöklarannsóknafélags Íslands. Helgi hefur einnig verið varaformaður Alþjóðlega jöklarannsóknafélagsins.

Helga hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar fyrir vísindastörf. Nægir að nefna verðlaun Menningarsjóðs VISA fyrir vísindastörf árið 1999, heiðursdoktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla árið 2002, viðurkenningu Háskólans fyrir lofsverðan árangur í rannsóknum árið 2003 og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008, fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og vísindasamstarfs.Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
höfundur bókarinnar Kynlíf - heilbrigði ást og erótík

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hefur margra ára reynslu af kennslu, ráðgjöf og rannsóknum í kynfræði. Hún lauk meistaraprófi í menntunarfræðum á sviði kynfræðslu, hlaut fyrst Íslendinga sérfræðiviðurkenningu í klínískri kynfræði og hefur fjallað margvíslega um fræðasvið sitt í ræðu og riti. Jóna Ingibjörg er metnaðarfullur frumkvöðull sem gjarnan vill hrífa fleiri með sér. Hún rekur nú Kynstur ráðgjafarstofu.
Elín Pálmadóttir
höfundur bókarinnar Fransí Biskví - Franskir fiskimenn við Íslandsstrendur, þriggja alda baráttusaga
 

Elín Pálmadóttir (f. 1927) starfaði lengst af langri starfsævi við blaða­mennsku og ritstörf, en að loknu háskólanámi vann hún fyrir utanríkis­þjónustuna, þar af tvö ár við íslenska sendiráðið í París. Hún var jafnframt borgarfulltrúi í Reykjavík um skeið og sat í stjórnum ýmissa félaga og mörg­um nefndum. 


Elínu hafa hlotnast margar viðurkenn­ingar fyrir störf sín, m.a. frá Blaða­mannafélagi Íslands árið 1992 og Hinu íslenska náttúrufræðifélagi árið 1993. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1997 og hlotnaðist Ordre national du Mérite frá franska lýðveldinu árið 1999.


Elín hefur samið bækurnar Gerður – ævisaga myndhöggvara (1985),

Fransí Biskví (1989), Með fortíðina

Í farteskinu (1996) og Eins og ég man það – minningar (2003).
SIGRÚN HELGADÓTTIR
höfundur bókarinnar Jökulsárgljúfur - Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli 


Sigrún Helgadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Innan við tveggja ára var hún þó komin til sumardvalar við Jökulsárgljúfur og hefur verið þar meira eða minna flest sumur. Hún var fyrsti landvörður Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum.
Sigrún er kennari að mennt og hefur háskólapróf í líffræði, umhverfisfræði og fjölmiðlun. Í framhaldsnámi
sérhæfði hún sig í þjóðgörðum, sögu þeirra og stjórnun og tileinkaði sér umhverfismennt og náttúrutúlkun á friðlýstum svæðum og í skólum.


Sigrún hefur kennt í grunnskólum og háskólum og á ótal námskeiðum um allt land, fyrst og fremst fyrir kennara. Hún hefur unnið að náttúruverndarmálum bæði fyrir opinbera aðila og áhugafélög en síðustu ár hefur hún unnið hjá Landvernd og stýrt þar alþjóðlegu umhverfisverkefni fyrir skóla sem kennt er við Grænfána.
Sigrún hefur skrifað fjölmargar greinar í blöð og tímarit og kafla í bækur. Hún hefur þýtt námsefni og samið nokkrar kennslubækur í náttúrufræði og samfélagsfræði fyrir yngstu bekki grunnskólans.

Sigrún hlaut viðurkenningu Hagþenkis árið 2008 fyrir bók sína um Jökulsárgljúfur


JAN TEUBER
höfundur bókarinnar Ferð um himingeiminn


Jan Teuber er einn þekktasti stjarneðlisfræðingur Danmerkur og hefur sérhæft sig í kosmólógíu, það er óravíddir alheimsins og starfar núorðið sjálfstætt að rannsóknum innan stjarneðlisfræði og merkjasendinga. Teuber hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina um stjörnufræði og tengd efni auk bókar um ljósmyndun. Jan Teuber fékk Tycho Brahe-orðuna árið 1994 fyrir rannsóknir sínar og skrif um stjörnufræði.
Meira er hægt að lesa um Jan Teuber á þessum síðum:

http://www.saxo.com/author/jan-teuber

http://ing.dk/artikel/84072

http://www.kultunaut.dk/perl/nyheder/type-nynaut?n=7234INGÓLFUR V. GÍSLASON
höfundur bókarinnar Pabbi - bók fyrir verðandi feður


Ingólfur V. Gíslason er félagsfræðingur og hefur um nokkura ára skeið kennt á námskeiðum fyrir verðandi foreldra, jafnframt kennslu við Háskóla Íslands. Hann byggir bók sína, Pabbi – bók fyrir verðandi feður,  á því starfi – og reynslunni af meðgöngu, fæðingu og uppeldi þriggja barna.

 
ARNHILD LAUVENG
höfundur bókarinnar Að morgni var ég alltaf ljón


Arnhild Lauveng (f. 1972) er norsk. Hún er cand.psychol. frá Háskólanum í Osló og starfar sem sálfræðingur við Kongsvinger Distriktspsukiatriske senter í Heiðmörk í Noregi auk þess að ferðast víða og halda fyrirlestra. 17 ára gömul greindist hún með geðklofasýki og dvaldi í 10 ár á geðdeildum en með hjálp heilbrigðisstarfsfólks og móður tókst henni að vinna bug á sjúkdómi sínum og lifa eðlilegu lífi. Hún hefur skrifað þrjár bækur sem byggjast á reynslu hennar af erfiðum sjúkdómi og hvernig hún læknaðist:  I morgen var jeg alltid en löve og Unyttig som en rose og sú síðasta, Arbeidsmaur med gipset hjerte. Bækur Arnhild Lauveng hafa verið gefnar út víða í Evrópu og vakið verðskuldaða athygli og í Noregi hefur hlotið viðurkenningar fyrir að opna umræðu um geðsjúkdóma og stuðla að því að eyða fordómum í garð geðsjúkr.

http://www.nrk.no/programmer/tv/puls/5083139.html

http://www.mentalhelse.no/?module=Articles;action=Article.publicShow;ID=11292

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is