Blæbrigði vatnsins
Vatnslitir í íslenskri myndlist 1880-2009


Eftir Aðalstein Ingólfsson


innbundin og litprentuð, 26,5 x 22 cm.
153 bls.
ISBN/Vörunúmer: 978 9935 10 030 6
leiðbeinandi verð: 5490 kr.



Bókin er gefin út í samvinnu Bókaútgáfunnar Opnu og Listassafns Reykjavíkur og kemur út um leið og samnefnd sýning á vatnslitaverkum opnar á Kjarvalsstöðum, 12. febrúar 2010.


Frá örófi alda hefur maðurinn notað vatnsliti til listsköpunar og virðast menn nokkuð snemma hafa áttað sig á hvernig búa mætti til liti með því að blanda saman vatni og efnum úr jurta- og steinaríkinu. Vatnsliti má til dæmis finna bæði í hellamálverkum Evrópu sem og egypskum píramídum svo segja má að vatnslitirnir séu stór hluti af menningarsögunni frá upphafi til okkar daga.


Íslenskir myndlistarmenn hafa einnig nýtt sér vatnsliti í sköpun sinni þótt helstu brautryðjendur séu ekki að stíga fram á sjónarsviðið fyrr en undir aldamótin 1900. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en á þessum tíma hafa listamenn á öllum aldri kosið að mála með vatnslitum jafnframt öðrum miðlum og er vettvangur þeirra hér á landi fjölbreyttari nú en nokkru sinni fyrr.


Í þessu verki sem gefið er út í tilefni sýningarinnar Blæbrigði vatnsins í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, rekur Aðalsteinn Ingólfsson sögu vatnslitamálunar á Íslandi allt frá 1880 fram til ársins 2009. Alls eiga 60 íslenskir myndlistarmenn verk í bókinni. Sá elsti er fæddur 1820 en sá yngsti árið 1972. Bókin veitir því góða sýn yfir þátt vatnslitamálunar í íslenskri myndlist og birtir jafnframt heillandi myndir listamannanna sem margar hverjar hafa ekki fyrr komið fyrir augu almennings en sýna vel sérkenni þeirra..
BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is