Með köldu blóði


David Attenborough

Þorkell Heiðarsson líffræðingur þýddi

Innbundin
288 bls.
ca 250 x 180 mm, texti og litmyndir
ISBN: 978 9935 10 006 1
Leiðbeinandi verð: 5490 kr.
Víða er bókin á tilboð, 990 kr.

Attenborough er íslenskum lesendum löngu kunnur. Bækur hans eru ekki aðeins fróðleiksnáma um ríki náttúrunnar fyrir alla aldurshópa heldur verður efnið svo lifandi í meðförum hans að frásagnir af krókódílum, skjald¬bökum, froskum, eðlum og snákum verður hreinn skemmtilestur. Þessi bók fjallar á einstakan hátt um þær tvær fylkingar hryggdýra sem ekki eiga sér fulltrúa í íslenskri náttúru.

Eins og aðrar bækur eftir þennan meistara náttúrulýsinga er bókin skreytt fádæma skemmtilegum myndum sem sýna margbreytileika dýranna í sínu náttúrlega umhverfi og auka enn á ánægjuna við lesturinn. Um þessar mundir er verið að sýna samnefnda þætti Attenboroughs á RÚV.

Í inngangi bókarinnar lýsir höfundurinn efni hennar svo:
„Froskdýr og skriðdýr eru frumherjar. Þau voru fyrstu hryggdýrin sem yfirgáfu vötn fornaldar og námu þurrlendið, fyrstu dýrin til þess að lifa í myrkri neðanjarðar nær allt sitt líf og fyrstu hryggdýrin sem flugu um loftin blá. Nú á tímum eiga þessi dýr lifandi afkomendur sem líkjast forfeðrunum svo í útliti að við getum séð þróunarsöguna ljóslifandi fyrir okkur. Þessari bók er ætlað að segja þá sögu.“


BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is