Erró – mannlýsingar

Danielle Kvaran (ritstjóri)

160 bls.
Mjúkt band
27 x 21 cm, litprentuð
ISBN 978 9935 10 019 1
Leiðbeinandi verð: 4490 kr.

Erró – mannlýsingar er gefin út í tilefni af 20 ára afmæli listaverkagjafar Errós og fylgir samnefndri sýningu í Listasafni Reykjavíkur. Safn Errós er umfangsmikid að vöxtum og dregur upp margþætta mynd af ferli listamannsins.

Í þessari bók er dvalist við mannlýsingar Errós sem eru ótrúlega fjölbreyttar hvort sem hann fæst við einstaklinga eða þemu úr mannkynssögunni eða poppmenningunni. Í portrettmyndum sínum notar hann ótal aðferðir, m.a. koma gjarnan fyrir mynda- og textabrot úr dagbókum og öðrum heimildum enda er listamaðurinn óþreytandi safnari gagna.

Danielle Kvaran bendir á, í skemmtilegum og fræðandi inngangi, að vinnubrögðum Erró hafi réttilega verið líkt við fréttaritara, sagnamann, sagnfræðing, fornleifafræðing, þjóðfræðing, félagsfræðing, skjalavörð, heimildafræðing og jafnvel enn fleiri starfsstéttir. Útkoman er heillandi heimur sem gaman er að rýna í og njóta.

Auk þess að skrifa ítarlegan inngang ritstýrði Danielle Kvaran verkinu og valdi myndefnið. Hún leitaði einnig til margra höfunda, innlendra og erlendra, sem fjalla um einstök verk Errós..

Bókin gefin út í samstarfi Listasafns Reykjavíkur og Bókaútgáfunnar Opnu. Hún er 160 bls. í stóru broti, litprentuð og prýdd aragrúa mynda. Björn Valdimarsson í Næst hannaði verkið og gerði bókarkápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is