Augnasinfónía


Myndlist Braga Ásgeirssonar í 60 ár

Eftir Þórodd Bjarnason

160 bls.
Mjúkt band
24 x 22 cm, litprentuð
ISBN 978 9935 10 010 8
Leiðbeinandi verð: 4490 kr.

„Í þessari bók og á samnefndri sýningu í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, er í fyrsta sinn gefin yfirsýn yfir langan og merkan feril Braga. Hér getur lesandinn áttað sig á hvernig popplistaverkin tengjast því sem á undan fór og hvaða breytingum list hans hefur tekið á síðastliðnum árum. Hér má sjá einkenni grafískra verka hans og hversu vandaður teiknari og málari hann er. Heildarmyndin er fjölþætt en samt glögg. List Braga hefur gengið í gegnum aðgreinanleg tímabil en hann hefur ávallt verið sjálfum sér trúr og iðulega farið ótroðnar slóðir.“

Svo kemst Hafþór Ingvarsson forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur að orði í inngangi að þessari fallegu bók um list Braga Ásgeirssonar sem glatt hefur þjóðina undanfarin 60 ár.

Megintexti bókarinnar er ítarlegt viðtal sem Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður tók við Braga þar sem þeir fara yfir ævi hans og listferil Auk þess skrifar Jón Reykdal kafla um kynni sín af Braga og sjálfsmyndir hans. Myndir af ríflega 200 verkum prýða bókina auk fjölda ljósmynda úr einkasafni listamannsins. Bragi Ásgeirsson er löngu þjóðþekktur, ekki eingöngu fyrir myndlist sína heldur hefur hann ritað aragrúa greina um myndlist í blöð, einkum Morgunblaðið.

En hér sést svo ekki verður um villst hversu fjölhæfur og stórkostlegur listamaður Bragi er, bæði hvað snertir tækni og efnismeðferð.
Bókin er gefin út í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Anna Björnsdóttir hannaði bókina og Prentsmiðjan Oddi prentaði.

BKATGFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVK / SMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hnnun Hsir.is