|
Saga listarinnar
E. H. GOMBRICH
Mjúkt band 688 bls. ca 17 x 24 cm ISBN: 978 9935 10 013-9 Leiðbeinandi verð: 5990 kr.
Sir Ernst Hans Joseph Gombrich skrifaði Sögu listarinnar árið 1950 og náði strax til lesenda með smitandi aðdáun og skýrum og lifandi lýsingum á listaverkum veraldarsögunnar. Þegar Gombrich lést árið 2001 hafði hann endurskoðað og bætt við verkið fimmtán sinnum.
Enn í dag er Saga listarinnar víðlesnasta og vinsælasta listasagan sem í boði er enda hefur hún verið gefin út á meira en 30 tungumálum. Hún er enn jafn vinsæl og er kennd í öllum helstu listasöguáföngum víða um heim, m.a. á Íslandi.
Hér er listasagan rakin allt frá hellamálverkum til listsköpunar við lok 20. aldar. Allir helstu liststraumar og -stílar eru raktir og einstök verk sett í samhengi við gang heimssögunnar. Listaverkin birtast lesendum ljóslifandi í fræðandi og skemmtilegum texta og urmul litljósmynda sem prýða bókina. Þetta er klassískt verk sem þarf að vera á borði allra sem vilja öðlast grunnþekkingu í heimslist og listasögu.
Saga listarinnar er Íslendingum löngu kunn enda kemur hún nú út öðru sinni í íslenskri þýðingu Halldórs Björns Runólfssonar.
Bókin heitir á frummálinu The Story of Art og er gefin út á íslensku í samvinnu við Phaidon Press í London. Hún er prentuð í Kína, Anna Björnsdóttir hannaði íslensku kápuna.
|
|