Að morgni var ég alltaf ljón

ARNHILD LAUVENG


Innbundin
280 bls.
ca 17 x 12 cm
ISBN: 978 9935 10 014-6
Leiðbeinandi verð: 3990 kr.


Geðklofasýki (schizophrenia) er erfiður sjúkdómur sem reynir mjög á þann sjúka sem og aðstandendur hans. Þessu lýsir höfundurinn, Arnhild Lauveng, sálfræðingur, afar vel. Ekki eingöngu af því að hún er menntaður sálfræðingur heldur fyrst og fremst af því að hún greindist með geðklofasýki um 17 ára aldur og eyddi næstu tíu árum á geðdeildum.

Saga hennar er einstæð og hún hefur skráð hana á mjög áhrifaríkan hátt. Sem unglingur fannst henni ekki að hún passaði í hópinn og síðan lýsir hún dvölinni á geðdeild og viðbrögðum umhverfisins. Lesandinn fylgir henni inn í heim sjúkdómsins þar sem Arnhild glímir við ímyndaðar persónur, torkennilegar raddir og ofskynjanir; rottur elta hana í hópum og froðufellandi úlfar glefsa í hana.

Arnhild Lauveng sýnir fram á að ranghugmyndir og sjúkdómseinkenni eiga sér rökræna mynd og merkingu. Saga hennar er líka sigursaga því henni tókst að vinna bug á veikindunum og getur nú litið um öxl, bæði í hlutverki fagmanns og fyrrum sjúklings. Frásögn hennar af baráttunni fyrir eigin heilbrigði, þar sem hún naut stuðnings móður sinnar, systur og heilbrigðisstarfsfólks sem neituðu að gefa upp vonina, er firnasterk lesning og oft á tíðum lyginni líkust.

Bókin heitir á norsku I morgen var jeg alltid en løve. Sigrún Árnadóttir þýddi bókina á íslensku. Sigrún Sigvaldadóttir hannaði kápu og Eyjólfur Jónsson braut um íslensku útgáfuna.

„Þessi áhrifamikla og einstæða bók lætur engan ósnortinn sem les hana af athygli. Einlæg og látlaus frásögn höfundar af alvarlegum andlegum veikindum sínum hlýtur að vera mörgum kærkomin og uppörvandi gjöf. Ég er ekki í vafa um að texti höfundar hefur grætt á því að fara um hendur hins ágæta þýðanda Sigrúnar Árnadóttur.“
Sigurjón Björnsson, sálfræðingur

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is