Þýsk-íslensk orðabók
Wörterbuch Deutsch-Isländisch

Innbundin
965 bls.
ca 20 x 12,5 x 5 cm, tvílitur
ISBN: 978 9935 10 011 5
Leiðbeinandi verð: 5690 kr.


Loksins komin á markað vönduð og ítarleg þýsk-íslensk orðabók en slíkt rit hefur ekki fengist lengi. Bókin geymir yfir 65 þúsund uppflettiorð og orðasambönd úr þýsku nútímamáli.

Áhersla er á orðaforða ýmissa greina, svo sem ferðamennsku, viðskipti, tölvufræði og dýrafræði. Við hvert uppflettiorð er sýndur framburður, óregluleg beyging, hjálparsögn til að mynda samsettar tíðir og aðgreining mismunandi málfræðinotkunar og merkingar er sett fram á aðgengilegan hátt. Þá eru orðatiltæki og orðasambönd gefin upp í sérstökum hluta.

Öll bókin er bæði á þýsku og íslensku, m.a. málfræðiyfirlit beggja tungumála og listar yfir óregluleg sagnorð, töluorð og mál og vog. Einnig eru sambandslönd/kantónur og höfuðborgir þeirra í Þýskalandi, Austurríki og Sviss taldar upp. Auk þessa eru afar skýrar notkunarleiðbeiningar og listi yfir skammstafanir. Bókin er prentuð í tvílit, uppflettiorð eru blá og litur stafrófsins sést á brún blaðsíðnanna.

Íslensk útgáfa bókarinnar kemur út í samstarfi við Pons orðabókarforlagið í Stuttgart. Hópur íslenskra og þýskra fræðimanna unnu verkið: Heimir Steinarsson (ritstj.), Bernd Hammerschmidt, Claudia Overesch, Elsa Björk Diðriksdóttir, Erla Hallsteinsdóttir, Franz Gíslason, Hildur Karítas Jónsdóttir, Jóhann Guðnason, Jón Gíslason, Katrín Matthíasdóttir, Marieluise Schmitz, Matthías Frímannsson, Monika Finck og Valgerður Bragadóttir. Hópurinn naut stuðnings og ráðgjafar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Verkið naut styrkja úr sjóðum Robert Bosch og Würth í Þýskalandi. Íslenska kápu hannaði Líba Ásgeirsdóttir á auglýsingastofunni Næst, umbrot var í höndum Dörr + Schiller í Stuttgart og Clausen & Bosse í Leck í Þýskalandi prentaði bókina.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is