Fjöll á Fróni
Gönguleiðir á eitt hundrað og þrjú fjöll
Eftir Pétur Þorleifsson
Pétur Þorleifsson er frumkvöðull í fjallaferðum. Hér lýsir hann göngu á 103 fjöll, há sem lág, löngum göngum og stuttum - fyrir alla fjölskylduna. Hverri göngulýsingu fylgir greinargott kort, og upplýst er um upphafsstað, lengd göngunnar og áætlaðri hækkun. Þegar upp er komið nýtur þekking Péturs á landinu sín vel, þegar hann lýsir útsýninu og helstu kennileitum.
Fjöll á Fróni er þriðja fjallabók Péturs, áður skrifaði hann Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll í félagi við Ara Trausta Guðmundsson.
Í þessari bók kynnumst við Pétri nánar í ítarlegu viðtali Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, þar sem kappinn kemur víða við í orðsins fyllstu merkingu og greinir frá ferðum að sumri og vetri, gangandi, hjólandi, skíðandi og akandi - og hvernig ástin á landinu magnaðist.
Bókband: saumuð kilja 248 bls. ISBN: 978-9935-10-025-2 Leiðbeinandi verð: 4.490 Kr
|