|
Matur og drykkur
Eftir Helgu Sigurðardóttur
519 bls. innbundin ISBN 978-9935-10-021-4 Leiðbeinandi útsöluverð er 5490 kr. - víðast hvar er bókin á tilboði á aðeins 3990 kr.
Grundvallarritið Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur hafði verið ófáanleg lengi þegar þessi útgáfa Opnu kom sá og sigraði.
Þessi útgáfa byggir á þriðju útgáfu verksins frá árinu 1954, en það var síðasta útgáfan sem Helga Sigurðardóttir gekk sjálf frá. Nanna Rögnvaldardóttir samdi nýjan inngang að verkinu.
Helga Sigurðardóttir hafði gríðarleg áhrif á íslenska matarsögu og áhrifa hennar gætir enn. Hún var einstök atorkukona sem var langt á undan sinni samtíð og innleiddi fjölmargar nýjungar í matargerð jafnframt því sem henni var umhugað um að varðveita þekkingu um gamla íslenska matinn.
Helga samdi fjölmargar bækur og bæklinga og skrif hennar hafa staðist tímans tönn einstaklega vel. „Það er best að athuga hvað Helga segir“ var viðkvæðið þegar leysa þurfti eldhúsgátur og bjarga máltíðum sem stefndu í óefni. Matur og drykkur er sú bók sem kemst næst því að geta kallast matarbiblía Íslendinga.
Nanna Rögnvaldardóttir segir m.a. í inngangi sínum að bókin sé „Gömul og klassísk en þó ótrúlega tímalaus, kunnugleg og notaleg en þó stöðugt að koma á óvart. Ég hef margt lært af Helgu og er enn að læra af henni. Hún er hæstiréttur í mínu eldhúsi. Matur og drykkur er bók sem á að vera til og halda minningu Helgu Sigurðardóttur lifandi“.
|
|