Trú

Mannfólkið andspænis guði sínum

Eftir Ken Opprann

Í fimmtán ár ferðaðist Norðmaðurinn Ken Opprann um heiminn og ljósmyndaði fólk á fundi við guð sinn. Hann var viðstaddur ótal mikilvægar trúarhátíðir helstu trúarbragða heims, vitjaði sögufrægra helgistaða og leitaðist við að festa tjáningu trúarinnar á mynd, hvort sem hana bar fyrir augu á opinberum stöðum eða birtist honum í einrúmi.

Þó að blæbrigðin séu mörg eiga allar þessar myndir sinn sameiginlega svip. Þar fer saman falslaus einlægni og þrotlaus leit að þeim mætti sem er æðri öllum skilningi. Hér gefur að líta áhrifamiklar ljósmyndir sem lýsa kristnum mönnum, múslímum, gyðingum, hindúum og búddistum. Með bók sinni leitast höfundurinn við að byggja brýr milli ólíkra trúarbragða, og auka virðingu okkar fyrir framandi trúarbrögðum og siðum handan allra landamæra.

Bókin geymir greinargóða kafla um fimm helstu trúarbrögð heimsins, sem auka enn á fróðleiksgildi hennar. Höfundarnir eru allir sérfróðir um viðfangsefni sín. Þorvaldur Kristinsson íslenskaði.

Ken Opprann (f. 1958) nam ljósmyndun við Academy of Arts í San Francisco, en starfaði síðan um árabil sem blaðaljósmyndari við Aftenposten í Ósló. Á síðustu árum hefur hann unnið sjálfstætt og lagt sérstaka áherslu á heimildaljósmyndun. Ken Opprann er mikill ferðalangur og hefur ferðast til tæplega 100 landa um allan heim og ljósmyndað það sem fyrir augu ber.

Hann hefur nokkrum sinnum unnið til viðurkenninga fyrir ljósmyndir sínar og var m.a. sæmdur hinum virtu verðlaunum, Fuji European Press Photographer Award, árið 2002.

Innbundin
323 bls.
ISBN: 978-9935-10-029-0
Leiðbeinandi útsöluverð: 6.990 kr.



BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is