Eitt þúsund tungumál

– lifandi – í hættu – horfinPeter K. Austin (ritstj.)


Í þessari bók er farið í mikla heimsreisu, ferðalag þar sem lesandinn kynnist eitt þúsund tungumálum sem töluð eru víðsvegar um heiminn, kannar bakgrunn þeirra, tengsl og sérkenni.

Tungumálunum er skipað niður eftir landssvæðum en tengsl milli þeirra eru rakin, saga þeirra og hvað einkennir þau sem og fjöldi mælenda. Þá eru kaflar sem fjalla um tungumál sem eru horfin og þau sem eru í útrýmingarhættu. Í bókinni eru landakort, skýringarmyndir og fjöldi ljósmynda sem gera efnið bæði aðgengilegt og skemmtilegt. Til dæmis geta lesendur spreytt sig á að telja upp í tíu á ólíklegustu tungumálum – með viðeigandi framburði!

Íbúar jarðarinnar tala hátt í sjö þúsund tungumál. Misjafnt er hversu margir eiga sér sama móðurmál, þeir geta skipt hundruðum milljóna eða eru taldir á fingrum annarrar handar. En óháð fjölda notenda eiga öll þessi tungumál sameiginlegt að búa yfir ríkum orðaforða sem lýsir landsháttum mælenda, menningu þeirra, gjörðum og tilfinningum. Áður fyrr voru tungumálin miklu fleiri og enn fer þeim ört fækkandi svo talið er að um 2050 muni einungis um 3000 tungumál enn vera töluð í heiminum.

Aðalritstjóri bókarinnar, Peter K. Austin er prófessor við Háskólann í London en þýðandi er Baldur Ragnarsson fyrrv. menntaskólakennari, esperantisti og höfundur fjölda rita um mál og málvísindi.

288 bls. innbundin
ISBN 978-9935-10-015-3
Leiðb. útsöluverð: 5990 kr.


BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is