Eldað um veröld víða

Gordon Ramsey


Gordon Ramsay er þekktur fyrir að setja fram uppskriftir sem auðvelt er að fylgja. Til viðbótar uppskriftunum kennir hann lesendum ákveðna tækni í vinnubrögðum, t.d. við að móta ravíólí, samósa eða kínverskar deigbollur. Bókin geymir jafnframt upplýsingar um hráefni og krydd sem einkenna viðkomandi matarmenningu.


Gordon Ramsay hefur sett saman bók með uppáhaldsuppskriftum sínum, héðan og þaðan úr heiminum.  Hér má finna fisk- kjöt og grænmetisuppskriftir: smárétti, forrétti, aðalrétti og ábætisrétti. Hver kafli geymir lykilrétti þeirra landa sem fjallað er um og þekkt eru fyrir matarmenningu sína. Gordon rýnir í matargerð Mið-Austurlanda, Taílands, Bandaríkjanna, Kína, Indlands, Spánar, Frakklands, Ítalíu og Grikklands, og vitaskuld heimahaganna í Bretlandi. Hráefni í réttina ætti að vera að finna í helstu matvöruverlsunum á Íslandi.


Hjalti Nönnuson íslenskaði.
256 bls. innbundin í stóru og fallegu broti
ISBN 978 9935 10 031 3
Leiðb. útsöluverð: 5990 kr.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is