Thingvallavatn - a unique world evolving

Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson ritstj.

Ágústa Flosadóttir og Katelin Parsons þýddu á ensku.
Bókin er 326 bls. í stóru broti (22 x 27 cm)
ISBN 978-9934-10-009-2
Leiðbeinandi útsöluverð: 9990 kr.

Thingvallavatn – a unique world evolving er að stofni til ensk þýðing á bókinni Þingvallavatn – undraheimur í mótun sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002. Þessi bók hefur verið endurskoðuð rækilega, nýju efni og rannsóknum bætt við ásamt ljósmyndum og skýringarmyndum og mjög ítarlega farið í ferli umsóknar Íslands að Þingvellir verði á náttúruminjaskrá  UNESCO. Þingvalavatn er einstakt vegna lífríkis vatnsins og umhverfis og Pétur M. Jónasson, fyrrv. prófessor við Vatnalífræðideild Kaupmannahafnarháskóla, fór fyrir stórum hópi fræðimanna við rannsóknir á vatninu og niðurstöður þeirra er grunnurinn að verkinu. Pétur ritstýrði verkinu, ásamt Páli Hersteinssyni prófessor við Háskóla Íslands, og ritar auk þess inngang og lokakafla bókarinnar. Verkið er afar ríkulega myndskreyt ljósmyndum, skýringarmyndum og kortum.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is