Þingvellir
– þjóðgarður og heimsminjar.

Eftir Sigrún Helgadóttir

Í ritröðinni FRIÐLÝST SVÆÐI Á ÍSLANDI

Mjúkt band með innábrotum
320 bls.
13 x 21 cm, texti og litmyndir.
ISBN 978 9935 10 026 9
Leiðbeinandi verð: 5.990 kr.

Þing við Öxará – Þingið í landinu – Á mörkum tveggja heima – Þjóð á Þingvöllum Ferðamannastaður og þjóðgarður – Land og leiðir


Þingvellir – Þjóðgarður og heimsminjar er alhliða ferðahandbók líkt og ofangreindar fyrirsagnir bera með sér. Hér er fjallað um sögu staðarins, þinghald og búskap, mótun landsins og náttúrufar. Áhersla er lögð á að opna þjóðgarðinn fyrir gönguglöðum ferðalöngum með vönduðum leiðarlýsingum, auk þess sem sérstakt gönguleiðakort fylgir bókinni.

„Þingvellir eru áfram þögulir í hógværð sinni á mörkum byggðar og öræfa og geyma sögu þjóðarinnar, mestu sigra hennar, dýpstu niðurlæginguna, stærstu gleðistundirnar. Þangað leita skáld til að yrkja og mála og vísindamenn til að sannreyna furður veraldar. Þangað er þjóðinni og þjóðum öllum boðið að koma, hallast að dökkum hamraveggjum, spegla sig í lygnum hyljum, teyga að sér ilman lyngsins, næra og styrkja sál og líkama, sameinast náttúru og sögu.”

Sigrúnu Helgadóttur er einkar lagið að lýsa íslenskum náttúruperlum og opna fyrir löndum sínum. Virðing hennar fyrir landinu og gæðum þess litar allt sem hún skrifar. Sigrún fékk Fræðiritaverðlaun Hagþenkis 2009 fyrir bók sína um Jökulsárgljúfur, sem jafnframt var sú fyrsta í ritröðinni Friðlýst svæði á Íslandi.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is