JARÐLAG Í TÍMANUM – minningamyndir úr barnæsku


Höfundur: Hannes Pétursson

365 bls.
Innbundin
21 x 13,7 cm
ISBN 978-9935-10-047-4
Leiðbeinandi verð: 6.990 kr.„Þú álfu vorrar yngsta land“ kvað ættjarðarskáld. Vissulega er Ísland ungt á jarðsögulegan mælikvarða. Blágrýtið í Austurfjöllunum gegnt mér er þó fornt innan Íslands, víst 10-12 milljóna ára gamalt, margfalt eldra en mannkynið. Og svo er jarðarhnötturinn aðeins ungur depill í óendanlega fornum geimnum, Ísland depill á jarðarkúlunni, Sauðárkrókur depill innan Íslands og ég sjálfur depill innan þess depils. Af þeirri ástæðu skyldi maður hafa sig hægan.


Skáldið Hannes Pétursson tekur sér stöðu á Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók og skyggnist yfir svið bernsku sinnar norður í Skagafirði, rifjar upp mannlífið á Króknum, sumrin frammi í sveit, vegagerð á stríðsárunum og dregur upp minnisstæðar myndir af samferðamönnum í listilega smíðuðum frásögnum. Hér er lýst miklum breytingartímum sem mótuðu ungan Skagfirðing en umturnuðu einnig landinu öllu, heiminum öllum.


Hannes er einstakur sögumaður, þekktur fyrir orðauðgi og stílfimi. Minningamyndirnar sem hann bregður upp fyrir lesendur sína eru skýrar, trúverðugar og fallegar – helga sér bólstað í minni þess er les.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is