07.08.2009
 Helga Sig - matmóðiir Íslendinga
Bókaútgáfan Opna endurútgefur í dag bókina Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur, en þetta grundvallarrit um íslenska matarmenningu hefur verið ófáanlegt um langt skeið. Þessi útgáfa byggir á þriðju útgáfu verksins frá árinu 1954, en það var síðasta útgáfan sem Helga Sigurðardóttir gekk sjálf frá. Nanna Rögnvaldardóttir samdi nýjan inngang að verkinu.
Nánar »  
 24.03.2009
 Sigrún hlýtur fræðibókaverðlaun Hagþenkis
Sigrún Helgadóttir hlýtur viðurkenningu Hagþenkis árið 2008 fyrir framúrskarandi rit, bókina Jökulsárgljúfur - Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli. Tíu bækur voru tilnefndar til viðurkenningarinnar. Athöfin fór fram í Þjóðarbókhlöðunni 23. mars. Formaður Hagþenkis, Jón Yngvi Jóhannsson veitti Sigrúnu viðurkenninguna og kr. 750.000. Í greinargerð viðurkenningarráðs segir um bókna: Lykill að stórbrotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bókmenntum. Viðurkenningarráð er skipað fimm félagsmönnum Hagþenkis af ólíkum fræðasviðum og hafa þeir fundað reglulega síðan í lok október. Í Viðurkenningarráði eru: Sesselja. G. Magnúsdóttir formaður ráðsins, Baldur Hafstað, Ingólfur V. Gíslason, Jónína Vala Kristinsdóttir og Ólafur K. Nielsen.
Nánar »  
 20.02.2009
 Sigrún Helgadóttir tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis
Sigrún Helgadóttir hefur verið tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir bók sína Jökulsárgljúfur - Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli. Í umsögn dómnefndar kemur fram að bókin sé "Lykill að stórbrotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bókmenntum." Jökulsárgljúfur er fyrsta bókin í ritröð um friðlýst svæði á Íslandi.
Nánar »  
 03.12.2008
 LÖNG BIÐ Á ENDA
Þýsk-íslenska orðabók – Wörterbuch Deutsch-Isländisch Hér er á ferð glæný og afar vönduð orðabók sem geymir yfir 65 þúsund uppflettiorð og orðasambönd úr grunnorðaforða þýskrar tungu með dæmum úr nútímamáli. Áhersla er á sérhæfðan orðaforða ýmissa greina, svo sem ferðamennsku, viðskipta, tölvufræði og dýrafræði. Þá er málfræðiyfirlit á þýsku og íslensku og listi yfir óregluleg sagnorð, bæði á íslensku og þýsku. Með hverju uppflettiorði er framburður sýndur í alþjóðlegri hljóðritun svo og atkvæðaskipting. Óregluleg beyging nafnorða, sagnorða og lýsingarorða er gefin upp.
Nánar »  

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is