Ţýsk-íslenska orđabók – Wörterbuch Deutsch-Isländisch
 03.12.2008
 LÖNG BIĐ Á ENDA
Ţýsk-íslenska orđabók – Wörterbuch Deutsch-Isländisch Hér er á ferđ glćný og afar vönduđ orđabók sem geymir yfir 65 ţúsund uppflettiorđ og orđasambönd úr grunnorđaforđa ţýskrar tungu međ dćmum úr nútímamáli. Áhersla er á sérhćfđan orđaforđa ýmissa greina, svo sem ferđamennsku, viđskipta, tölvufrćđi og dýrafrćđi. Ţá er málfrćđiyfirlit á ţýsku og íslensku og listi yfir óregluleg sagnorđ, bćđi á íslensku og ţýsku. Međ hverju uppflettiorđi er framburđur sýndur í alţjóđlegri hljóđritun svo og atkvćđaskipting. Óregluleg beyging nafnorđa, sagnorđa og lýsingarorđa er gefin upp.
Bókin er gefin út í samvinnu viđ ţýska orđabókaforlagiđ Pons og unnin af hópi íslenskra og ţýskra sérfrćđinga í ritstjórn Heimis Steinarssonar. Ađrir ritstjórar og samverkamenn voru: Bernd Hammerschmidt, Claudia Overesch, Elsa Björk Diđriksdóttir, Erla Hallsteinsdóttir, Franz Gíslason, Hildur Karítas Jónsdóttir, Jóhann Guđnason, Jón Gíslason, Katrín Matthíasdóttir, Marieluise Schmitz, Matthías Frímannsson, Monika Finck, Valgerđur Bragadóttir. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum frćđum og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum viđ Háskóla Íslands veittu ađstođ viđ vinnslu bókarinnar sem kemur út samtímis í Ţýskalandi og á Íslandi. Bókin naut styrkja úr sjóđum Robert Bosch Stiftung og Stiftung Würth. Bókin er 966 blađsíđur í ţćgilegu broti, prentuđ í tvílit og allt útlit er afar notendavćnt. Svona ítarleg og vönduđ ţýsk-íslensk orđabók hefur ekki komiđ út á Íslandi í meira en 50 ár eđa síđan bók Jóns Ófeigssonar kom út endurskođuđ áriđ 1957. Líba Ásgeirsdóttir hannađi íslenska kápu. Clausen & Bosse í Ţýskalandi prentuđu.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is