Helga Sigurđardóttir
 07.08.2009
 Helga Sig - matmóđiir Íslendinga
Bókaútgáfan Opna endurútgefur í dag bókina Matur og drykkur eftir Helgu Sigurđardóttur, en ţetta grundvallarrit um íslenska matarmenningu hefur veriđ ófáanlegt um langt skeiđ. Ţessi útgáfa byggir á ţriđju útgáfu verksins frá árinu 1954, en ţađ var síđasta útgáfan sem Helga Sigurđardóttir gekk sjálf frá. Nanna Rögnvaldardóttir samdi nýjan inngang ađ verkinu.
Helga Sigurđardóttir hafđi gríđarleg áhrif á íslenska matarsögu og áhrifa hennar gćtir enn. Hún var einstök atorkukona sem var langt á undan sinni samtíđ og innleiddi fjölmargar nýjungar í matargerđ jafnframt ţví sem henni var umhugađ um ađ varđveita ţekkingu um gamla íslenska matinn. Helga samdi fjölmargar bćkur og bćklinga og skrif hennar hafa stađist tímans tönn einstaklega vel. „Ţađ er best ađ athuga hvađ Helga segir“ var viđkvćđiđ ţegar leysa ţurfti eldhúsgátur og bjarga máltíđum sem stefndu í óefni. Matur og drykkur er sú bók sem kemst nćst ţví ađ geta kallast matarbiblía Íslendinga. Nanna Rögnvaldardóttir segir m.a. í inngangi sínum ađ bókin sé „Gömul og klassísk en ţó ótrúlega tímalaus, kunnugleg og notaleg en ţó stöđugt ađ koma á óvart. Ég hef margt lćrt af Helgu og er enn ađ lćra af henni. Hún er hćstiréttur í mínu eldhúsi. Matur og drykkur er bók sem á ađ vera til og halda minningu Helgu Sigurđardóttur lifandi“. Bókin er 519 blađsíđur. Prentsmiđjan Oddi prentađi. Margrét Laxness hannađi kápu.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is