|
|
Sigrún Helgadóttir ásamt stoltum útgefndum |
24.03.2009 |
Sigrún hlýtur fræðibókaverðlaun Hagþenkis |
Sigrún Helgadóttir hlýtur viðurkenningu Hagþenkis árið 2008 fyrir framúrskarandi rit, bókina Jökulsárgljúfur - Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli. Tíu bækur voru tilnefndar til viðurkenningarinnar. Athöfin fór fram í Þjóðarbókhlöðunni 23. mars. Formaður Hagþenkis, Jón Yngvi Jóhannsson veitti Sigrúnu viðurkenninguna og kr. 750.000. Í greinargerð viðurkenningarráðs segir um bókna: Lykill að stórbrotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bókmenntum.
Viðurkenningarráð er skipað fimm félagsmönnum Hagþenkis af ólíkum fræðasviðum og hafa þeir fundað reglulega síðan í lok október. Í Viðurkenningarráði eru: Sesselja. G. Magnúsdóttir formaður ráðsins, Baldur Hafstað, Ingólfur V. Gíslason, Jónína Vala Kristinsdóttir og Ólafur K. Nielsen.
|
|
|
|
|
|
|
|
|