Pétur Þorleifsson á forsíðu bókar sinnar, Fjöll á fróni
 13.07.2010
 Fjöllin lokka og laða
Nýverið sendi Opna frá sér glænýja bók, Fjöll á Fróni - gönguleiðir á 103 fjöll eftir Pétur Þorleifsson. Pétur er frumkvöðull í fjallaferðum og miðlar dýrmætri reynslu sinni til þeirra sem hafa uppgötvað ánægjuna af að sigra fjallstinda – hversu háir sem þeir kunna að vera – og einnig til þeirra sem langar til að spreyta sig en hafa ekki lagt í hann enn. Með í för er greinargott kort sem sýnir gönguleiðina og hvaðan lagt er af stað, ýtarleg lýsing á leiðinni, hækkun og áætluð lengd göngunnar. Þegar upp er komið nýtur afburðaþekking Péturs á landinu sín vel þegar hann lýsir útsýninu sem blasir við og öllum helstu kennileitum.
Fjöll á Fróni er þriðja fjallabók Péturs Þorleifssonar, en hann er annar höfundur bókanna Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll. Í þessari bók fáum við að kynnast höfundi nánar í viðtali Páls Ásgeirs Ásgeirssonar þar sem Pétur kemur víða við í orðsins fyllstu merkingu og segir frá ferðum sínum bæði sumar og vetur, gangandi, hjólandi, akandi eða á skíðum – og hvernig hann kynntist landinu sínu. „Pétur Þorleifsson er einn af orðlögðustu ferðagörpum sinnar tíðar.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson. Bókin er 248 bls. Kortagerð: Fixlanda/Hans H. Hansen Umbrot og hönnun: Björg Vilhjálmsdóttir/Bót Prentvinnsla: Litróf

1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  Næsta síða 
BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is