|
|
|
23.10.2008 |
Með köldu blóði |
Nýjasta bók Sir David Attenborough, MEÐ KÖLDU BLÓÐI, er nú komin út á íslensku og er á leið í verslanir. Bókaútgáfan Opna hefur starfað náið með þessum meistara í náttúrulífsmiðlun að gerð íslensku útgáfu bókarinnar en Þorkell Heiðarsson líffræðingur þýddi á íslensku. Hér eru skriðdýr og eðlur viðfangsefnið og með hjálp makalausra ljósmynda heillast lesandi af nýrri og óþekktri veröld. Sveinn Guðmarsson fréttaritari Sjónvarpsins sótti Sir Attenborough heim og viðtal við meistarann hverður sýnt í Kastljósinu mánudaginn 27. október. |
|
Bækur Davids Attenborough þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum enda hafa þær notið fádæma vinsælda. Attenborough hefur alla kosti uppfræðarans: skipuleg framsetning og skýr texti en umfram allt er er frásögnin svo lífleg að bókin verður sannur skemmtilestur. Skepnur sem allajafna eru ekki ofarlega á vinsældalista fólks verða hinar áhugaverðustu í meðförum Davids Attenborough. Þessi bók er engin undandteknin frá fyrri bókum þessa þekkta höfundar og mun hvorki valda gömlum né nýjum aðdáendum vonbrigðum.
Mánudaginn 27. október hefur göngu sína á RÚV ný þáttaröð með sama nafni. |
|
|
|
|
|
|