23.09.2008
 Litrík hljómkviða
Bókin Augnasinfónía – Myndlist Braga ásgeirssonar í sextíu ár eftir Þórodd Bjarnason er komin út í samstarfi Bókaútgáfunnar Opnu og Listasafns Reykjavíkur. Bókin kemur út samtímis sýningu á verkum Braga sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Bragi Ásgeirsson er löngu kunnur fyrir skrif sín um listir en fyrst og fremst er hann þekktur sem feykilega fjölhæfur myndlistarmaður sem hefur afkastað miklu á sextíu ára ferli.
Hann aflaði sér yfirgripsmikillar menntunar í myndlistinni og nam í mörgum löndum. Myndlist hans er víðfeðm – teikningar, fígúratíf grafík, upphleypt popplistaverk og abstrakt málverk. Bókin er prýdd aragrúa mynda, bæði ljósmyndum sem varða ævi listamannsins og að sjálfsögðu fjölbreyttum listaverkunum sem hann hefur fært okkur. Texti verksins er ítarlegt viðtal sem Þóroddur Bjarnason tók við Braga þar sem hann kemur víða við á langri og merkri ævi. Þar kynnumst við ekki einvörðungu listamanninum, heldur einnig kennaranum sem hafði ríkuleg áhrif á nemendur sína, og gangrýnandanum sem sjaldnast sætti sig við málamiðlanir.
Hafþór Yngvason skrifar inngang að bókinni og Jón Reykdal bregður upp svipmynd af Braga í bókarlok. Anna Björnsdóttir hannaði bókina og gerði bókarkápu. Bókin er prentuð í Odda.

Síðasta síða 1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  
BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is