|
 |

|
25.11.2008 |
Áhrifarík reynslusaga |
Nýverið kom út bókin AÐ MORGNI VAR ÉG ALLATAF LJÓN eftir Arnhild Lauveng. Bókin fjallar um það hvernig höfundi tókst að vinna bug á geðklofasýki. Arnhild er sálfræðingur að mennt og starfar í Ósló. Hún sér því baráttu sína bæði sem sjúklingur og sérfræðingur. Frásögnin hefst þegar Arnhild er á unglingsaldri. Fyrst finnst henni hún ekki passa inn í hópinn. Síðar er hún greind með geðklofasýki og eyðir tíu árum á geðdeildum frá 17 ára aldri. |
 |
Lesandinn fylgir henni inn í heim sjúkdómsins þar sem Arnhild glímir við ímyndaðar persónur og torkennilegar raddir og ofskynjanir. Rottur elta hana í hópum og guleygðir froðufellandi úlfar glefsa í hæla hennar.
Arnhild Lauveng sýnir fram á að ranghugmyndir og sjúkdómseinkenni eiga sér rökræna mynd og merkingu. Frásögn hennar af baráttunni fyrir eigin heilbrigði, þar sem hún naut stuðnings móður sinnar, systur og heilbrigðisstarfsfólks sem neituðu að gefa upp vonina, er firnasterk lesning og oft á tíðum lyginni líkust.
Sigrún Árnadóttir íslenskaði.
Umsagnir um verkið:
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Reynslusögur af þessu tagi eru ómetanlegar í okkar starfi.“
Sigurjón Björnsson, sálfræðingur: „Þessi áhrifamikla og einstæða bók lætur engan ósnortinn sem les hana af athygli.“
Sigrún Sigvaldadóttir í Hunangi hannaði kápu.
Prentsmiðjan Oddi prentaði.
|
 |
|
|
 |
|
|