|
|
|
23.09.2008 |
Ertu að verða pabbi? |
Bókin Pabbi – Bók fyrir verðandi feður eftir Ingólf V. Gíslason er komin út hjá Bókaútgáfunnar Opnu. Ingólfur er félagsfræðingur að mennt og hefur um nokkurra ára skeið kennt á námskeiðum fyrir verðandi foreldra. Hann byggir bókina á því starfi – og reynslunni af meðgöngu, fæðingu og uppeldi þriggja barna. |
|
Í þessari bók er horft á meðgöngu, fæðingu og uppeldi frá sjónarhorni karlsins, hins verðandi og nýorðna föður. Bókin er fyrst og fremst hugsuð sem yfirlit um þróunarferli fjölskyldunnar frá getnaði og fram eftir fyrsta ári barnsins.
Margt breyttist við aukin réttindi karla til feðraorlofs og á undanförnum árum hafa íslenskir feður verið duglegir að nýta sér rétt sinn. Ingólfur kemur m.a. inná þessi mál í bókinni og bendir á að þessi þróun skili okkur ekki eingöngu glaðari börnum og feðrum heldur líka frjálsari mæðrum og á heildina litið betra samfélagi.
Bókin kemur nú út í annað sinn í nýrri og endurskoðaðri útgáfu.
Anna Björnsdóttir hannaði bókarkápu.
|
|
|
|
|
|
|