27.11.2008
 Myndlist í ţrjátíu ţúsund ár
Bókaútgáfan Opna hefur gefiđ út bókina Myndlist í ţrjátíu ţúsund ár: Listsköpun mannsins í tíma og rúmi. Bókin sýnir listaverk frá ţví um 28.000 fyrir Krist til okkar tíma frá öllum heimshornum, allt frá hellamyndum til hugmyndalistar. Á hverri síđu er ljósmynd af einu verki og umfjöllun um ţađ í knöppum en ađgengilegum texta. Samtals eru í bókinni um eitt ţúsund listmunir. Verkin eru í tímaröđ svo lesandi sér hvađ ólíkar ţjóđir og einstaklingar hafa veriđ ađ fást viđ á svipuđum tíma.
Á sömu opnunni er ţannig umfjöllun um Ópiđ eftir hinn norska Munch frá árinu 1893 og Fang ngi-grímu eftir óţekktan höfund frá Miđbaugs-Gíneu. Sagt er frá ţví sem var efst á baugi í myndlistariđkun Japana, Íraka, Perúmanna og Nígeríubúa á ţeim tíma sem veriđ var ađ klappa Venus frá Míló í stein í Grikklandi og fjallađ um mynd af kínverskri kvennahljómsveit sem var máluđ á marmara skömmu áđur en Bayeux refillinn var saumađur. Verkin eru valin út frá sérstöđu ţeirra í lista- og menningarsögunni og gefa ţau góđa mynd af list- og handverki viđkomandi svćđis. Textinn sem fylgir hverri mynd segir frá bakgrunni verksins og notkunargildi eđa ástćđum ţess ađ ţađ var unniđ. Í sérstökum texta kemur fram upprunaland, stćrđ, efni, varđveislustađur, menningarskeiđ og höfundur ef hann er ţekktur. Í bókarlok eru tímaásar sem auđvelda lesendum ađ skođa samhengiđ í listasögunni. Bókin er gefin út í samstarfi viđ Phaidon Press í London sem er ein fremsta listaverkaútgáfa heims. Fjöldi sérfrćđinga á sviđi lista- og menningarsögu samdi textann og hópur reyndra ţýđenda sá um ađ íslenska verkiđ. Bókin er 1.064 blađsíđur í stóru broti og sýnir ţví vel myndirnar af verkunum sem eru prentađar í hágćđa upplausn svo lesandinn geti notiđ ţeirra til fullnustu. Bókin er prentuđ í Kína. Eyjólfur Jónsson sá um uppsetningu á íslenskum texta og Líba Ásgeirsdóttir hjá auglýsingastofunni Nćst hannađi kápu. Nánari upplýsingar veitir Sigurđur Svavarsson í símum 578 9080 og 660 2081.

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is