|
|
Helgi Björnsson, jöklafræðingur |
10.02.2010 |
Til hamingju, Helgi |
Í dag voru Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt á Bessastöðum í 21. sinn. Verðlaunin í flokki fræðirita hlaut Helgi Björnsson fyrir hið metnaðarfulla rit sitt, JÖKLAR Á ÍSLANDI, sem kom út seint á síðasta ári. Bókin hlaut fádæma góðar viðtökur og einróma lof enda fer saman fróðlegur og afar læsilegur texti og stórkostlegar myndir. Meðal annars valdi starfsfólk bókaverslana verkið sem besta fræðiritið 2009.
„Þessi bók á mikið erindi til allra Íslendinga, ekki síst hinna ferðaglöðu. Hún opnar augu allra sem hafa unun af að lesa í landið fyrir undrum náttúruaflanna. Þeir munu líta landið öðrum augum eftir lesturinn.“
Guðni Einarsson, Mbl.
|
|
JÖKLAR Á ÍSLANDI er mikið rit byggt á áratugarannsóknum Helga Björnssonar og samstarfsmanna hans við Háskóla Íslands og víðar. Bókin lýsir jöklum þessa lands og sambúð þjóðarinnar við þá frá upphafi byggðar til okkar daga, hvernig jöklar hafa mótað landið og eytt. Bókin rekur sögu þekkingaröflunar og skilnings á jöklum frá því fyrst var farið að rannsaka þá fram til nútímarannsókna. Rakin eru spor löngu horfinna jökulbreiða, hulunni svipt af landinu undir jöklum Íslands og greint frá líklegri framtíð þeirra.
Bókin er búin fjölbreytilegu myndefni, ljósmyndum, skýringarmyndum, landakortum, gervihnattamyndum og þrívíðum kortum af landslagi undir öklum.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
|
|
|
|
|
|
|