Sigrún Helgadóttir hlaut á degi umhverfisins, náttúruverndar-viðurkenningu Sigríðar í Brattholti fyrir störf sín í þágu umhverfismála. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er afhent.
Sigrún Helgadóttir var á árunum 2000-2008 verkefnisstjóri Grænfánaverkefnisins auk þess sem hún hefur þýtt og staðfært námsefni í umhverfisfræðum og útbúið námsefni fyrir nemendur og kennara.
Sigrún fékk einnig viðurkenningu Hagþenkis 2008 fyrir bókina Jökulsárgljúfur.