Jöklar á Íslandi
 27.11.2009
 Stórvirki um íslensku jöklana
JÖKLAR Á ÍSLANDI er mikiđ rit byggt á áratuga rannsóknum Helga Björnssonar og samstarfsmanna hans viđ Háskóla Íslands og víđar. Bókin lýsir jöklum ţessa lands og sambúđ ţjóđarinnar viđ ţá frá upphafi byggđar til okkar daga, hvernig jöklar hafa mótađ landiđ og eytt. Bókin segir sögu ţekkingar¬öflunar og skilnings á jöklum frá ţví fyrst var fariđ ađ rannsaka ţá fram til nútímarannsókna. Rakin eru spor löngu horfinna jökulbreiđa, hulunni svipt af landinu undir jöklum Íslands og greint frá líklegri framtíđ ţeirra.
Myndefni er fjölbreytt, ljósmyndir, skýringarmyndir, landakort, gervihnattarmyndir og ţrívíđ kort af landslagi undir jöklum sem nú birtast í fyrsta sinn almenningi á prenti. Enn geta menn ekki litiđ ţann hluta Íslands augum međ öđrum hćtti. Helgi Björnsson er á međal fremstu frćđimanna á sínu sviđi. Í hartnćr fjóra áratugi hefur hann unniđ ađ jöklarannsóknum á Íslandi og kynnt almenningi rannsóknir sínar međ fyrirlestrum og frćđi¬greinum. Á ferđum sínum um Ísland skilur Helgi sjaldan myndavélina viđ sig, og ţví falla ljósmyndir og texti saman í eina heild í ţessari bók. „Land vitnar um tilvist jökla löngu eftir ađ ţeir eru horfnir. Ţeir hafa tálgađ berg, nagađ skálar, brotiđ niđur hamraveggi og skiliđ eftir hvassa fjallstinda, skörđóttar og stórskornar höggmyndir, grafiđ djúpa og ţrönga firđi langt út á landgrunniđ, sorfiđ dalbotna og trog sem nú eru fyllt stöđuvötnum. Sé litiđ nćr sjást smágerđari ummerki: rákađar klappir, brot höggvin í berg, slípuđ hvalbök og grettistök. Jökulár hafa rofiđ gljúfur, oft í hamfaraflóđum, og dreift seti um sanda. Víđa sjást ummerki eldgosa undir jökli. Móbergshryggir rísa yfir gossprungum og brattir stapar, mörg glćsilegustu fjöll landsins, gnćfa hátt yfir umhverfi og vitna um ţykkt ísaldarjökuls. Jökulgarđar sýna fyrri mátt skriđjökla. Í ferskvötnum og sjó liggja setlög sem jökulárnar hafa boriđ fram. Enn ber flóra landsins merki ţess ađ gróđur eyddist á jökulskeiđi.“(Úr formála)

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is