24.11.2009
 Kynlíf - heilbrigði ást og erótík eftir Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur
Kynfræði er ung fræðigrein sem fæst við fjölbreytt viðfangsefni sem fylgt hafa mannkyninu frá örófi alda. Því er íslensk bók á þessu fræðasviði löngu tímabær þar sem rætt er um og útskýrð mismunandi málefni sem tengjast kynlífi. Til dæmis hafa vandamál í kynlífi fengið litla umfjöllun hér á landi, þótt Íslendingar hljóti að glíma við þau í sama mæli og aðrar þjóðir. Hér er fjallað um efnið á aðgengilegan hátt og höfundur miðlar óspart af eigin reynslu í kynlífsráðgjöf og rannsóknum
Bókin er ætluð öllum þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á þessu sviði og myndar jafnframt grunn sem fagfólk í heilbrigðis- og uppeldisstéttum getu byggt starf sitt á. Umfjöllunarefni bókarinnar eru margvísleg og fjölbreytt, eins og kaflaheitin bera með sér: Hvað er kynfræði? – Heilbrigðisstéttir og hlutverk þeirra – Sjúkdómar, fötlun og kynlíf – Áfengi, vímuefni og kynlíf – Kynlegir kvistir – Kynferðislega opinskátt efni – Einstakt kynlíf og erótík – Klínísk kynfræði – Kynlöngun og togstreita – Kynsvörun karla og kvenna – Í ökkla eða eyra – Heilbrigt kynlíf, fræðsla og félagsmótun – Kynverund barna. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hefur margra ára reynslu af kennslu, ráðgjöf og rannsóknum í kynfræði. Hún hlaut fyrst Íslendinga sérfræðiviðurkenningu í klínískri kynfræði og hefur fjallað margvíslega um fræðasvið sitt í ræðu og riti. Jóna Ingibjörg er metnaðarfullur frumkvöðull sem gjarnan vill hrífa fleiri með sér. Hún rekur nú Kynstur ráðgjafarstofu – sjá nánar á www.kynstur.is Bókin er 407 bls. Anna Björnsdóttir hannaði kápu og Anna Cynthia Leplar annaðist umbrot. Prentsmiðjan Oddi prentaði

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is